Hveratún

Sigurlaug og Magnús

Í Laugarási er garðyrkjustöðin Hveratún. Þar stunda hjónin Magnús Skúlason og Sigurlaug Sigurmundsdóttir grænmetisrækt. Magnús ólst upp í Hveratúni en foreldrar hans, Skúli Magnússon og Guðný Pálsdóttir, hófu ræktun þar árið 1946. Hann segir það hafa legið beinast við að hann tæki við af foreldrum sínum, yngstur í systkinahópnum. Þau Sigurlaug urðu meðeigendur í garðyrkjustöðinni árið 1983 og tóku svo alveg við árið 2004.

Vöruflokkarnir frá Hveratúni eru meðal annars klettasalat, Íssalat, Grandsalat, Rósasalat og steinselja. Magnús og Sigurlaug stunda vatnsrækt en þá vex grænmetið í fjótandi næringarlausn í gróðurhúsunum. Jarðhiti er á svæðinu og eru gróðurhúsin sex hituð upp með hveravatni. Eingöngu eru notaðar lífrænar varnir við ræktun.

Grænmetið í Hveratúni er tekið upp með höndum og fer beint til neytenda sama dag og því er pakkað. Fjölskyldan vinnur saman að garðyrkjunni og á sumrin bætist við starfsfólk. Sjá nánar heimasíðu Hveratúns www.hveratun.is

Staðsetning: Laugarás
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur