Sigurlaug og Magn˙s

Í Laugarási stendur garðyrkjustöðin Hveratún. Þar stunda hjónin Magnús Skúlason og Sigurlaug Sigurmundsdóttir grænmetisrækt. Magnús ólst upp í Hveratúni en foreldrar hans, Skúli Magnússon og Guðný Pálsdóttir, hófu ræktun þar árið 1946. Hann segir það hafa legið beinast við að hann tæki við af foreldrum sínum, yngstur í systkinahópnum. Þau Sigurlaug urðu meðeigendur í garðyrkjustöðinni árið 1983 og tóku svo alveg við árið 2004.

Vöruflokkarnir frá Hveratúni eru meðal annars klettasalat, íssalat, Grandsalat og steinselja. Magnús og Sigurlaug stunda vatnsrækt en þá vex grænmetið í fjótandi næringarlausn í gróðurhúsunum. Jarðhiti er á svæðinu og eru gróðurhúsin sex hituð upp með hveravatni.  Notaðar eru lífrænar varnir en þá eru náttúrulegir óvinir þeirra óværa sem geta komið upp notaðir til að útrýma þeim.

Grænmetið í Hveratúni er tekið upp með höndunum og fer beint til neytenda sama dag og því er pakkað.  Fjölskyldan vinnur saman að garðyrkjunni og á sumrin bætist við starfsfólk.

Sjá nánar heimasíðu Hveratúns www.hveratun.is

Smellið á myndirnar til að stækka þær og skoða betur

Hverat˙n

Senda ß vin

Loka