Sigurlaug og Ëmar

Garðyrkjustöðin Heiðmörk  er í eigu hjónanna Ómars Sævarssonar og Sigurlaugar Angantýsdóttur. Ómar er uppalinn á Heiðmörk.  Hann byrjaði sjálfur grænmetisrækt árið 1985 en þau hjónin keyptu garðyrkjustöðina  af foreldrum Ómars árið 1994. Sigurlaug er kennari að mennt og kennir í Reykholti auk þess sem hún heldur utan um bókhald og starfsmannahald  í garðyrkjustöð þeirra hjóna.

Árið 2003 stækkuðu Ómar og Sigurlaug við sig og keyptu Birkiflöt sem er stutt frá Heiðmörk og reka allt saman undir merkjum garðyrkjustöðvarinnar Heiðmerkur. Hjónin rækta steinselju og tómata, kirsuberjatómata og hefðbundna tómata. Þá rækta þau einnig gúrkur og blaðsalat sem selt er í pottum.

 Gróðurhúsin í Heiðmörk og Birkiflöt þekja um 5000 fermetra. Þau eru hituð upp með hveravatni en hverasvæði er í nágrenni garðyrkjustöðvarinnar. Býflugur sjá um að frjóvga tómatana og notast  er  við lífrænar varnir í ræktuninni. Einnig er ferskt neysluvatn notað til að vökva plönturnar.


Um 120 tonn af tómötum og 100.000 búnt af steinselju eru send á markað á ári hverju, ásamt miklu magni af gúrkum. Tómatarnir eru tíndir þrisvar í viku og handflokkaðir í neytendapakkningar og gúrkur eru skornar daglega og þeim pakkað.  Afurðir eru svo sendar samdægurs frá garðyrkjustöðinni og eru komnar í verslanir  nokkrum klukkutímum síðar.


Smellið á myndirnar til að stækka þær og skoða betur

Senda ß vin

Loka