Sigr˙n og Ůr÷stur

Sigrún H. Pálsdóttir byrjaði árið 1985 að rækta rófur í útirækt og hugsaði það eingöngu sem sumarstarf fyrir sjálfa sig til að byrja með. Ræktunin vatt þó smám saman upp á sig og í dag ræktar Sigrún ásamt Þresti Jónssyni, manni sínum, fimm tegundir af káli. 

Sigrún og Þröstur eru annar stærsti hvítkálsræktandinn á landinu í dag en þau framleiða um 75 tonn af hvítkáli á ári. Einnig rækta Sigrún og Þröstur um 10 tonn af kínakáli og rauðkáli á ári og 2 til 3 tonn af blómkáli og spergilkáli. Mikil vinna liggur á bak við hvern kálhaus en Sigrún og Þröstur leggja mikið upp úr gæðum  og taka allt upp í höndunum, hreinsa og flokka áður en þau senda vöruna til neytenda. Þau segjast stunda fjölskyldubúskap við garðyrkjuna en fjölskyldan vinnur saman að ræktuninni.  Einn starfmaður auk þeirra hjóna vinnur í garðyrkjustöðinni en á álagstímum er hóað í auka mannskap.

Kálinu er sáð á vorin og allt sumarið er verið að taka upp blómkál og spergilkál en uppskerutími hvítkálsins er á haustin. Í september þarf því að hafa hraðar hendur við að koma kálinu í hús fyrir veturinn og stendur uppskerutíminn yfir í 4 til 6 vikur. Þá er kálið allt geymt ferskt í kæli og fara reglulegar sendingar til neytenda. Ef vel árar dugir uppskeran vel fram í mars.

Smellið á myndirnar til að stækka þær og skoða betur

Senda ß vin

Loka