MargrÚt og Birgir

Á garðyrkjubýlinu Brún búa hjónin Birgir Thorsteinson og Margrét Böðvarsdóttir. Þau fluttu  inn í nýbyggt íbúðarhús á konudaginn 1970.  Fyrsta gróðurhúsið, sem var 600 fermetrar, var byggt 1973. Í dag eru 3500 fermetrar undir gleri.

Til að byrja með voru ræktaðir hefðbundnir tómatar á Brún, en árið 1999 var byrjað að rækta kirsuberjatómata. Sú ræktun var aukin á hverju ári og í nokkur ár hafa þeir verið ræktaðir eingöngu. Allir tómatar eru ræktaðir í Hekluvikri. Sáð er einu sinni á ári fyrir ólýstu gróðurhúsin en tvisvar sinnum í lýstu húsin. Á hverju ári eru reynd 1-3 afbrigði í smáum stíl. Öll hús eru með tölvustýrðri hita- og loftslagsstýringu og um helmingur gróðurhúsanna er lýstur.

Öll ræktun er vistvæn, án eiturefna og býflugur sjá um frjóvgun. Tómatarnir eru tíndir og handpakkaðir og reynt að tryggja gæði og ferskleika sem allra best. Kælibíll frá Sölufélagi garðyrkjumanna flytur framleiðsluna til Reykjavíkur þrisvar í viku.

Auk hjónanna vinna tveir synir þeirra, Axel og Þorsteinn á Brún. Barnabörnin hafa einnig unnið í sumarfríum frá skólum. Ársstörf eru 7 auk sumarfólks.
Axel hannaði einfaldan, stillanlegan lokubúnað á býflugnabúin og drenmæla sem mæla afrennsli frá vikurpottunum allan sólarhringinn í þriggja klukkustunda tímabilum.
Í samvinnu Axels, Hjalta Lúðvíkssonar í Frjó ehf og Þorkels Jónssonar og Andra Magnússonar hjá Samey ehf var hönnuð og smíðuð tölvustýrð vog sem stýrir áburðarblandara. Stýringin hefur verið í notkun og þróun síðan haustið 2009. Hún er nú komin í endanlegt horf og reynist mjög vel.

Smellið á myndirnar til að stækka þær og skoða betur

Br˙n

Senda ß vin

Loka