Gróður

Halla

Garðyrkja hefur verið stunduð á Hverabakka við Flúðir nánast óslitið frá árinu 1944. Þar má finna gróðrastöðina Gróður þar sem Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir tók við rekstrinum árið 2021. Eftir að hafa lært ylrækt í Garðyrkjuskólanum á Reykjum festi hún kaup á garðyrkjustöðinni Gróður og ræktar nú tómata, bæði þessa hefðbundu og bragðgóðu Sólskinstómata.

Gróðurhúsin á Hverabakka þekja um 4000 fermetra lands. Á Hverabakka er líka stunduð útirækt á um 15 hekturum lands. Þar er ræktað kínakál, spergilkál, blómkál og sellerí. Gróður er eini framleiðandinn innan Sölufélags garðyrkjumanna sem ræktar sellerí.

Allt grænmetið frá Gróðri er handtínt, hreinsað og flokkað á staðnum. Á veturna vinna um 6 manns við ræktunina en á sumrin fjölgar störfum allt upp í 15 manns. Tómatarnir eru tíndir þrisvar sinnum í viku en sendingar fara daglega til neytenda.

Tómatarnir eru ræktaðar í vikri og sérhæfðum ræktunarmottum úr steinull sem henta einstaklega vel til þess að stýra næringargjöf og vökvun. Lífrænum vörnum er beitt og sjá býflugur um að frjóvga plönturnar. Heita vatnið sem nýtt er til ræktunarinnar kemur úr Grafarbakkahver. Hverinn liggur nánast við húshornið þar sem garðyrkjustöðin stendur á bökkum Litlu-Laxár. Hluti útiræktunarinnar fer líka fram í náttúrulega heitum jarðvegi.

 

 

Staðsetning: Flúðir
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur