Rafn

Garðyrkjustöðin Laugarland  á Flúðum er fjölskyldufyrirtæki og er rekið af feðgunum Emil Gunnlaugssyni og Magnúsi og Rafni Emilssonum. Emil stofnaði garðyrkjustöðina Laugarland árið 1955 en feðgarnir hafa unnið saman að ræktun í um það bil 30 ár.

Garðyrkjustöðin Laugarland er eini ræktandi fjallasteinselju á landinu. Feðgarnir hófu ræktun á fjallasteinselju árið 2008 til að auka við fjölbreytileika ræktunarinnar á Laugarlandi og senda nú um 500 búnt á viku á markaðinn.

 Fjallasteinseljan er frábrugðin hefðbundinni steinselju að því leyti að blöðin eru flöt og glansandi og er fjallasteinseljan bragðmeiri en sú venjulega og að sumra dómi fallegri. Fjallasteinseljan er einnig fljótvaxnari, færri blöð eru tínd í einu en tína þarf  í hverri viku.

Fjallaspínat er einnig ræktað á Laugarlandi og nú hefur bæst við  Bláfjallaspínat. Þessar tvær tegundir eru grófari og safameiri en venjulega spínatið og einnig er nokkur bragðmunur. Bláfjallaspínatið er bláleitt, bragðgott og safaríkt og mjög vinsælt í þeytinga með öðru grænmeti.

Á Laugarlandi er einnig ræktað klettasalat og fara um það bil eittþúsund pokar á markaðinn í viku hverri.

Um sjö ársverk eru í garðyrkjustöðinni Laugarlandi og eru gróðurhúsin um 6000 fermetrar. Í  5600 fermetrum rækta feðgarnir rósir en á  300 fermetrum er ræktuð steinselja. Steinselju- og spínatræktunin er vistvæn og  ræktað er undir raflýsingu allt árið. Gróðurhúsin eru hituð upp með jarðhita.


Smellið á myndirnar til að stækka þær og skoða betur

Laugarland

Senda ß vin

Loka