GrÚtar og Gu­ni

Bræðurnir Guðni og Grétar Einarssynir rækta gulrófur í Þórisholti í Mýrdal. Bræðurnir eru sjötti ættliðurinn í beinan karllegg sem stunda búskap í Þórisholti en forfeður þeirra hófu búskap á jörðinni árið 1842. Þeir Guðni og Grétar sinna búskapnum, en eiginkonur þeirra Halla og Sædís Íva vinna báðar utan heimilis.

Byrjað var að rækta gulrófur í Þórisholti fyrir 1980 en þar var þá stundaður hefðbundinn búskapur, mjólkur- og kjötframleiðsla. Þegar bræðurnir keyptu jörðina af foreldrum sínum 1995 var gulrófuframleiðslan orðin nokkuð umfangsmikil en frá árinu 2008 hafa þeir Guðni og Grétar eingöngu ræktað gulrófur á jörðinni og er ársframleiðslan allt að 250 tonn. 

Bændurnir í Þórisholti hafa látið sérsmíðað tæki fyrir gulrófuvinnsluna. Um er að ræða upptökuvél til að létta þeim störfin á uppskerutímanum en hún hefur verið notuð frá árinu 2004, fram að þeim tíma voru allar rófur handtýndar af heimilisfólkinu. Áður höfðu þeir látið smíða þvottavél og sérstaka flæðilínu fyrir flokkun og vinnslu.

Rófurnar eru teknar upp í september og október. Þá fara þær í sérstaka kæligeymslu sem er búið að koma upp í Þórisholti. Geymslurnar, sem eru af fullkomnustu gerð, voru teknar í gagnið árið 1989 og 2000 og í þeim haldast rófurnar fyrsta flokks allt árið. Þær eru geymdar í sérsmíðuðum trékössum, þannig að sem best fari um þær í geymslunni.


Smellið á myndirnar til að stækka þær og skoða betur

١risholt

Senda ß vin

Loka