SigrÝ­ur og Hrafnkell

Hrafnkell Karlsson bóndi á Hrauni í Ölfusi og formaður Félags gulrófnabænda.  Hann og kona hans Sigríður Gestsdóttir hafa ræktað rófur frá árinu 1975. Þau hjón stofnuðu rekstrarfélagið Hraunsós um jörðina og fleiri eignir árið 2002.  Þau rækta hross og einnig er töluverð trjárækt á jörðinni. Þá hafa þau nytjað söl eins og gert hefur verið á jörð þeirra frá alda öðli.  Þau fást í verslunum í Reykjavík, Selfossi, Vestmannaeyjum og víðar, en einnig eru söl flutt út til Danmerkur.

Talið er að Hraun hafi byggst upp á 12. – 13. öld og er jarðarinnar getið í rituðum heimildum um 1400. Til eru sagnir um átök sem urðu á Hrauni 1502, þegar Lénharður fógeti var veginn þar.  Hrafnkell er fæddur og uppalinn á Hrauni og hafa forfeður hans í beinan karllegg búið á Hrauni frá því laust eftir aldamótin 1800. Sigríður er fædd og uppalin á Selfossi, en er ættuð úr Landsveit og Ásahreppi í Rangárþingi. Hrafnkell og Sigríður hófu bússkap  á Hrauni árið 1973.  

Á Hraunsósi eru ræktaðir tveir stofnar af rófum. Sandvíkurrófa, sem er upprunninn frá Kálfafellsrófunni, sem er íslenskt afbrigði, en einnig er ræktaður stofn sem upprunninn er frá norður Noregi. Sandvíkurrófan er mjög bragðgóð. Hún er ljósari en norska afbrigðið, sem er gulleitt. Fullkomnar kæligeymslur eru notaðar á Hrauni, sem reistar voru fljótlega eftir að rófnarækt hófst.

 

Smellið á myndirnar til að stækka þær og skoða betur

Hraunsˇs

Senda ß vin

Loka