HˇlmfrÝ­ur og Steinar

Hólmfríður Geirsdóttir garðyrkjubóndi á Kvistum í Reykholti í Biskupstungum lauk námi við Garðyrkjuskóla ríkisins árið 1982 og hefur starfað við garðyrkju síðan. „Við settum garðyrkjustöðina á fót árið 2000 og fluttum hingað í Reykholt. „ Í byrjun vorum við eingöngu með skógarplöntur.    Í dag eru ræktaðar skógarplöntur og stálpaðar sumarbústaðaplöntur ásamt hindberjum og jarðarberjum“, segir Hólmfríður. Hún og maður hennar Steinar Jensen, sem er  rafvélavirki, vinna saman við garðyrkjuna en Hólmfríður segir að þetta henti mjög vel því hún sjái um ræktunina og hann allt viðhald og uppbyggingu.

Hindberin á Kvistum eru ræktuð í glerhúsi. Uppskeran er frá maí og fram í október.  Hólmfríður segir að hindberin séu viðkvæm og fara verði sérstaklega varlega þegar þau eru tínd af plöntunni.  „Við leggjum mikla áherslu á hreinlætið og þeir sem tína þvo sér vel og rækilega og svo notum við handspritt. Berin eru svo tínd bein ofan í söluöskjurnar.

Jarðarberin eru ræktuð í plastskýlum. Notað er yrkið Elsanta sem gefur af sér sæt og bragðmikil ber.  Innan tveggja klst frá tínslu berjanna eru komin inn á kæligeymslu.

Vistvæn ræktun er á Kvistum og þar eru bíflugur notaðar við frjóvgun plantna og notaðar eru lífrænar varnir.

Garðyrkjustöðin Kvistar er með heimasölu á plöntum og berjum. Sjá nánar Facebook   og Instagram

Smellið á myndirnar til að stækka þær og skoða betur

Senda ß vin

Loka