Astrid og Ehud

Astrid Kooij garðyrkjubóndi í Jarðarberjalandi í Reykholti á ekki langt að sækja græna fingur. Faðir hennar og afi voru garðyrkjubændur í Hollandi og hún segir að garðyrkjan sé í blóðinu. „Það kom ekkert annað til greina en að gerast garðyrkjubóndi“, segir Astrid, sem rekur garðyrkjustöðina ásamt sambýlismanni sínum Ehud Kafri.

Það má segja að það sé fyrir tilviljun að hún er nú garðyrkjubóndi í Jarðarberjalandi. „Pabbi minn var með viðskipti vegna garðyrkjunnar við ræktendur í Bandaríkjunum. Eitt sinn þegar hann var að huga að flugi  til Baltimore þar sem hann ætlaði að hitta viðskiptavin, rakst hann á hagstætt flug með íslensku flugfélagi sem hét Flugleiðir. Hann ákvað að stoppa á Íslandi og komst að því að Ísland væri tilvalinn staður fyrir uppeldi stofublóma sem þurftu að vera í köldum gróðurhúsum“, segir Astrid.

Gróðurhúsið stóð autt um tíma, en árið 2011 tók Astrid við gróðurhúsinu. „Ég hafði komið til Íslands og er mjög ánægð hér og því var það sem ég ákvað að nýta gróðurhúsið undir jarðarberjarækt.

Í Jarðarberjalandi er notuð lýsing við ræktunina. Fyrsta uppskeran fæst í lok mars og sú síðasta í desember. Í Jarðarberjalandi er vistvæn ræktun og Astrid segir að tínt sé af plöntunum og beint ofaní  öskjur.

Smellið á myndirnar til að stækka þær og skoða betur

Senda ß vin

Loka