Ragnhei­ur og Smßri

Ragnheiður Karlsdóttir og Smári Vignisson reka garðyrkjustöðina Varmalæk á Flúðum. Ragnheiður þekkir garðyrkjustörfin vel því hún ólst upp á Varmalæk. Þar vann hún við hlið foreldra sinna, Karls Gunnlaugssonar og Guðrúnar Sveinsdóttur að grænmetisrækt en þau sofnuðu Garðyrkjustöðina Varmalæk árið 1974. Ragnheiður gekk inn í reksturinn árið 1998 og tók alveg við honum fjórum árum síðar og rekur nú garðyrkjustöðina ásamt manni sínum.

Á Varmalæk rækta Ragnheiður og Smári aðallega tómata, hefðbundna tómata, konfekttómata og bufftómata og einnig eitthvað af gúrku. Þá rækta þau Ragnheiður og Smári sumarblóm í byrjun sumars.

Gróðurhúsin þekja um 1500 fermetra og er ársframleiðsla á tómötum í kringum 47 tonn. Ræktunin á Varmalæk er vistvæn. Tómatarnir og gúrkurnar eru ræktuð í vikri, býflugur sjá um að frjóvga plönturnar og lífrænum vörnum er beitt.  Gróðurhúsin eru hituð upp með hveravatni.

Ragnheiður og Smári notast ekki við raflýsingu allt árið nema að litlum hluta. Plöntunum er því skipt út í nóvember og sáð að nýju í desember og er hafist handa við að tína fyrstu tómatana í byrjun apríl. Frá upphafi hefur garðyrkjustöðin á Varmalæk verið fjölskyldufyrirtæki og í dag vinna börn Ragnheiðar og Smára með þeim á sumrin í pökkun og tínslu. Nóg er að gera en tómatarnir eru tíndir þrisvar í viku en gúkurnar á hvejum degi. Öllu grænmetinu er síðan pakkað  á staðnum og það sent samdægurs til neytenda svo ferskleikinn sé tryggður.


Smellið á myndirnar til að stækka þær og skoða betur

VarmalŠkur

Senda ß vin

Loka