Varmalækur

Ragnheiður og Smári

Ragnheiður Karlsdóttir og Smári Vignisson reka garðyrkjustöðina Varmalæk á Flúðum. Ragnheiður ólst upp á Varmalæk og vann við hlið foreldra sinna, Karls Gunnlaugssonar og Guðrúnar Sveinsdóttur en þau stofnuðu Garðyrkjustöðina Varmalæk árið 1974. Ragnheiður kom inn í reksturinn árið 1998 og tók alveg við honum fjórum árum síðar og rekur nú garðyrkjustöðina ásamt manni sínum.

Á Varmalæk rækta Ragnheiður og Smári aðallega hefðbundna tómata, konfekttómata og bufftómata. Einnig eru ræktuð sumarblóm í byrjun sumars.
Gróðurhúsin þekja um 1500 fermetra og er ársframleiðsla á tómötum í kringum 47 tonn. Ræktunin á Varmalæk er vistvæn. Tómatarnir eru ræktaðir í vikri, býflugur sjá um að frjóvga plönturnar og lífrænum vörnum er beitt. Gróðurhúsin eru hituð upp með hveravatni.

Raflýsing er í um helming af stöðinni þar sem ræktun fer fram allt árið. Í ólýsta hlutanum er plöntunum skipt út í nóvember og sáð að nýju í lok nóvember og hafist er handa við að tína fyrstu tómatana um mánaðarmótin mars/apríl. Tómatarnir eru tíndir þrisvar í viku, þeim er pakkað á staðnum og sendir samdægurs til neytenda svo ferskleikinn sé tryggður.

Staðsetning: Flúðir
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur