Fri­rik og Georg

Garðyrkustöðin Jörfi á Flúðum var stofnuð árið 1977. Georg Ottósson rekur garðyrkjustöðina Jörfa auk þess að reka Flúðasveppi. Á Jörfa ræktar Georg tómata og paprikur í 4500 fermetrum gróðurhúsa og stundar jafnframt útirækt á um 15 hekturum í landi  Hvítárholts. Í útiræktinni hjá Georg eru fjórar tegundir af káli: spergilkál, blómkál, kínakál og hvítkál. Ræktunarstjóri er Friðrik R. Friðriksson.

Georg er umhugað að ganga vel um landið og í útiræktinni stundar hann svokallaða skiptirækt með kálið annarsvegar og korn hinsvegar. Þá er korn ræktað í tvö til þrjú ár í jarðveginum áður en  skipt er yfir í kál og það ræktað í einhvern tíma áður en skipt er aftur. Þetta gerir það að verkum að ekki er gengið að jarðvegi og þar með vistvæn umgengni í gangi.

Á Jörfa vinna 10 manns við ræktunina. Raflýsing er í gróðurhúsunum á Jörfa og er allt grænmetið vökvað með neysluvatni. Býflugur sjá um að fræva plönturnar og lífrænum vörnum er beitt. Tómatarnir og paprikurnar eru handtíndar þrisvar í viku, grænmetið er handflokkað og því pakkað á staðnum. Það fer síðan beint til neytenda svo ferskleikinn er tryggður.

Smellið á myndirnar til að stækka þær og skoða betur

J÷rfi

Senda ß vin

Loka