Jarðarberjaland

Hólmfríður og Steinar

Hólmfríður Geirsdóttir garðyrkjubóndi í Jarðarberjalandi, Reykholti Biskupstungum lauk námi við Garðyrkjuskóla ríkisins árið 1982 og hefur starfað við garðyrkju síðan. Hólmfríður og eiginmaður hennar Steinar Jensen rafvélavirki stofnuðum garðyrkjustöð í Reykholti árið 2000, en reka nú garðyrkjustöðina Jarðarberjaland. 

Í Jarðarberjalandi eru ræktuð jarðarber allt árið af yrkinu Sonata sem gefur sæt og bragðmikil ber. Berin eru tínd beint í söluöskjurnar og komið í kæli innan við tveimur klukkustundum eftir tínslu.  Við framleiðslu berjanna er notast við lífrænar varnir gegn skordýrum og því engin plöntulyf notuð.  Engin heimasala er á berjunum en alltaf hægt að kaupa þau í hverfisbúðinni í Reykholti.

Staðsetning: Reykholt
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur