GŠ­astefna

Okkar stefna er að framleiðsla og þjónusta uppfylli ávallt væntingar viðskiptavina og að fyrirtækið skili ávallt umsömdum gæðum á þeim tíma sem um er samið og viðhaldi góðum tengslum.

Stjórnskipulag fyrirtækisins miðast við að samskipti og tengsl við viðskiptavini séu skilvirk og jákvæð. Viðskiptasamningar eru ávallt réttir, sanngjarnir og í samræmi við þörf viðskiptavina.

Sölufélag garðyrkjumanna leitast við að vera leiðandi í gæðamálum, fyrirtækið hefur mótað sér stefnu í gæða/umhverfismálum og samfélagslegri ábyrgð. 

Það er stefna fyrirtækisins að starfsemin uppfylli ávallt þær opinberu kröfur sem gilda um rekstur fyrirtækisins hverju sinni. 

Reglulega er mælt þjónustustig fyrirtækisins á meðal viðskiptavina og á meðal starfsmanna fyrirtækisins.

Fyrirtækinu er umhugað um sitt starfsfólk og eru auðlindir fólgnar í þekkingu og hæfni þess.

Gildi fyrirtækisins eru ferskleiki, gæði og hollusta.

Loka