Umb˙­ir

Helsta ástæða þess að grænmetinu er pakkað inn er sú að slíkt kemur í veg fyrir eða minnkar verulega ótímabærar skemmdir á vörunni. Slíkt minnkar matarsóun sem er alvarlegt vandamál á heimsvísu, eykur líftíma grænmetisins og viðheldur gæðunum mun lengur.  Það er að sjálfsögðu mismunandi milli vörutegunda hvaða leið er hentugust. Sumum er alls ekki pakkað og grænmeti er aldrei pakkað að ástæðulausu.

Fleira kemur þó til.  Rekjanleiki vöru er mikilvægur þáttur og neytendur vilja vita hvaðan grænmetið kemur, hvaða leið það hefur farið og svo mætti áfram telja. Upprunamerking skiptir máli og það er er meginregla íslensks grænmetis að allar vörur séu rekjanleikamerktar beint til bónda.

Það er rétt að taka fram að við veljum ávallt eins umhverfisvænar og sjálfbærar lausnir og mögulegt er þegar kemur að því að velja hvernig gengið skuli frá vörunni. Í því sambandi veljum við endurvinnanlegar lausnir og hvetjum jafnframt viðskiptavini til að flokka og skila notuðum umbúðum til endurvinnslu.

Áður en íslensku útiræktuðu grænmeti var pakkað, var ekki óalgengt að rýrnun í sölu væri allt að 25%, enda um viðkvæma vöru að ræða.  Í íslensku grænmeti eru ekki notuð nein aukaefni til að auka geymsluþol eins og flestir erlendir framleiðendur gera og heldur ekki aukaefni sem tefja fyrir niðurbroti eða skemmdum.  Við pökkun fer rýrnun á íslenska grænmetinu hins vegar niður fyrir 2% Pökkunin kemur því í veg fyrir mikla sóun og minnkar umhverfiskostnað verulega.

Við höfum síðustu ár stigið stór skref í áttina að því að minnka plastnotkun okkar verulega í samræmi við þá stefnu okkar að huga enn frekar að umhverfismálum. 

  • Yfir áratugur er liðinn síðan ákveðið var að hætta allri notkun á frauðplasti, en áður höfðu verið notaðir bakkar úr frauði og jafnvel kassar.
  • Árið 2009 var allri notkun á plastbökkum hætt og bakkar úr endurvinnanlegum pappa teknir upp í staðinn.
  • Árið 2019 voru tekin í notkun glös undir smátómata, gúrkur og salat unnar úr jurtasterkju sem eru jarðgeranlegar og má flokka með hefðbundnu heimilissorpi eða lífrænu sorpi. Þær tegundir sem komnar eru í slíkra umbúðir eru: Piccolotómatar frá Friðheimum, Smágúrkur frá Laugalandi, Salat þrenna frá Heiðmörk og nú nýjast spínat frá Ártanga. Fleiri tegundir eru væntanlegar.
  • Sala á kartöflum í bréfpokum er sannarlega stórt skref í rétta átt að auki og stefnt er að komi á markað á þessu ári 2021
  • Plastnotkun er sífellt minni á öllum sviðum.

Annað sem við gerum til að stuðla að minni mengun:

  • Við þvoum og sótthreinsum 1.000.000 fjölnotakassa á hverju ári með jónuðu vatni sem tryggir að engin mengun fer í niðurföll við þvott. Fjölnota kassar eru marg endurnotanlegir og koma í veg fyrir mikla umbúðasóun.
  • Við kolefnisjöfnum líka allan flutning á íslensku grænmeti frá bónda til verslana.  Árið 2019 gróðursettum við 2100 tré í samstarfið við Kolvið. Stefnan er að kolefnisjafna enn meira varðandi annan rekstur SFG og erum við nú þegar komin vel á veg með þá vinnu.

Við leitum sífellt góðra lausna og við getum fullyrt að með öllum þessum skrefum sé plastnoktkun 90 - 95% minni en áður í kílóum talið. En verkefninu er langt í frá lokið og hröð þróun er á þessum sviðum sem öðrum, þróun sem við tökum þátt í af fullum krafti og heilindum.  Okkar endanlega markmið er að nota ekkert plast.

Loka