Heilsa og lÝfstÝll

RÚtta lei­in Ý ßtt a­ betri heilsu

RÚtta lei­in Ý ßtt a­ betri heilsu
Það er gott fyrir alla að vera meðvitaðir um að hugsa vel um matarræði og heilsu sína. Hér gefur að líta lista sem gott er að hafa til hliðsjónar.
   
Matarræðið
 • Borða grófan mat, magurt og fjölbreytt. Allt í smáum skömmtum.
 • Alls ekki innbyrða fleiri hitaeiningar en þú hefur not fyrir á degi hverjum.
 • Veldu grófa ávexti, grænmeti og korn á diskinn þinn.
 • Borðaðu níu skammta af ávöxtum og grænmeti, reyndu að hafa þá ólíka.
 • Drekktu sjö desilítra af mjólk eða mjólkurafurðum á hverjum degi.
 • Veldu fisk, fuglakjöt, egg, baunir og hnetur til að fá prótein.
 • Borðaðu frekar soðinn eða grillaðan mat, en reyndu að sleppa pönnusteiktum matvælum.
 • Forðastu mettaða fitu.
 • Forðastu sæt matvæli og reyndu að forðast salt og alkahól.
 
Hreyfingin
 • Ef þú vilt forðast lífshættulega sjúkdóma síðar á lífsleiðinni, þá skaltu hreyfa þig í það minnsta þrjátíu mínútur á dag.
 • Ef þú vilt halda þér í formi, þarftu nauðsynlega að hreyfa þig í klukkutíma á dag.
 • Ef þú ætlar að grennast, skaltu hreyfa þig í það minnsta í níutíu mínútur á dag.
 • Ef þú vilt léttast, verður það að vera sambland af breyttu matarræði og aukinni hreyfingu.
 • Mundu að það eru margir möguleikar á skemmtilegri hreyfingu. Það er hægt að hlaupa langhlaup, ganga, hjóla synda.
Til baka Senda ß vin

Senda ß vin

Loka