Heilsa og lÝfstÝll

MikilvŠgustu nŠringarefnin Ý fŠ­i barna

MikilvŠgustu nŠringarefnin Ý fŠ­i barna
Næring barna okkar skiptir miklu máli. Við þurfum að passa að þau fái öll þau næringarefni sem þau þarfnast. Þau þurfa orkuríka fæðu í mörgum litlum máltíðum yfir daginn þar sem magamál þeirra er lítið.
 
Mikilvægustu næringarefnin sem þau þurfa eru:
 
Járn
Er mikilvægt til nýmyndunar rauðra blóðkorna sem flytja næringarefnin til frumna líkamans. Járnskortur er tiltölulega algengur hjá ungum börnum sem nýfarin eru að borða. Ástæðan er sú að járnþörfin þeirra er mikil en fæðan sem þau fá er oft járnsnauð. Því er mikilvægt að vanda fæðuvalið (sjá töflu).
Til þess að nýta járnið úr fæðunni sem best er gott að neyta einnig fæðu sem er rík af C-vítamíni, t.d. með ávexti eða glasi af hreinum ávaxtasafa og neyta grænmetis með hverri máltíð. Mjólk hindrar upptöku járns úr blóðinu og þarf því að takmarka neyslu barna við 500ml af mjólkurvörum á sólarhring. Stoðmjólkin er járnbætt og er því ákjósanlegust fyrir börn undir tveggja ára aldri.
 
Kalk
Er mikilvægt vegna vaxtar beina og tanna, hjálpar við storknun blóðs og nauðsynlegt fyrir taugakerfið. D-vítamín er nauðsynlegt til að við getum nýtt kalkið úr fæðunni til beinmyndunar.
 
D-vítamín
Líkaminn vinnur D-vítamín úr sólarljósi. Þar sem við búum á norðlægum slóðum og því er mikilvægt að við sjáum til þess að barnið fái nægt magn af D-vítamíni. Því er mikilvægt að barnið fái lýsi eða AD-vítamíndropa.
 
A-vítamín
Er nauðsynlegt fyrir húðina (nýmyndun frumna) sjónina, ónæmiskerfið og slímhimnur. Oft er skortur á því í fæði ungra barna og því mikilvægt að barnið fái lýsi eða AD-vítamín dropa daglega.
 
C-vítamín
Er mikilvægt fyrir ónæmiskerfið og vöxt. Það eykur einnig upptöku af járni úr fæðunni, sérstaklega úr grænmeti. Börn sem borða lítið af grænmeti og ávöxtum fá yfirleitt ekki nægt magn af C-vítamíni.
 
 
Næringarefni
Fæðutegundir
Járn
Járnbættir grautar og morgunkorn (cheerios), brauð, þurrkaðir ávextir (rúsínur), baunir, dökkgrænt grænmeti (grænar baunir, spínat, spergilkál, grænkál) egg, rautt kjöt og stoðmjólk.
Kalk
Mjólk, mjólkurmatur og ostar, dökkgrænt grænmeti t.d. spergilkál, sojabaunir, brúnar og hvítar baunir, fræ, möndlur, sardínur, haframjöl og appelsínur.
A-vítamín
Gult og appelsínugult grænmeti (paprikur, tómatar, mangó, apríkósur), dökkgrænt grænmeti, lifur, mjólkurmatur.
C-vítamín
Sítrus ávextir (appelsínur, sítrónur, límónur, greipaldin, mandarínur, klementínur), ber, grænmeti (ef ekki eldað of mjúkt), kartöflur og ávaxtasafar.
D-vítamín
Feitur fiskur (lax, túnfiskur, makríll, sardínur) og mjólkurvörur.
Höf:
Alma María Rögnvaldsdóttir
Hjúkrunarfræðingur
Til baka Senda ß vin

Senda ß vin

Loka