Heilsa og lÝfstÝll

LÝfsstÝlssj˙kdˇmar

LÝfsstÝlssj˙kdˇmar
Í ríkissjónvarpinu mánudaginn 4.júní var sýndur fyrsti þáttur af fimm sem fjalla um heilsufarsvandamál samtímans. Í þessum fyrsta þætti komu fram ýmsar uggvænlegar staðreyndir um margt í heilsufari okkar Íslendinga sem betur mætti fara með bættum og breyttum lífsstíl.
 
 
Fram kom að lífsstílssjúkdómar samtímans stafa af:
 • Röngu mataræði
 • Ofáti
 • Streitu
 • Reykingum
 • Hreyfingarleysi
 •  
  Þessir áunnu sjúkdómar eru t.d. hjartasjúkdómar, sykursýki II (insúlínóháð) og þunglyndi (t.d. vegna streitu)
   
  Margir reykja þrátt fyrir að vita að tóbaksreykingar eru lífshættulegar.
  Líkur eru á að þriðja hvert dauðsfall Íslendinga á aldrinum 35-70 orsakist af sjúkdómum sem rekja má til reykinga.
   
  Allir vita að hreyfing og líkamsrækt er holl, stuðlar að góðri heilsu og getur komið í veg fyrir ýmsa hættulega sjúkdóma. Rangt mataræði, hreyfingarleysi og reykingar eru talin valda um 80% ótímabærra kransæðasjúkdóma
   
  Talið er að offita muni verða eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál aldarinnar. Íslendingar á aldrinum 45-64 ára hafa þyngst að meðaltali um 7 kg á síðustu 20 árum.
  Sykursýki II stafar meðal annars af offitu. Því hefur verið spáð að sykursýki II muni tvöfaldast á næstu 25 árum.
  70% kostnaðar heilbrigðiskerfisins er vegna langvinnra sjúkdóma. Talið er að um helmingur fólks á sjúkrahúsum séu þar vegna sjúkdóma sem stafa af röngum lífsstíl.
   
  Streita veikir ónæmiskerfið og getur hún orsakað ýmsa sjúkdóma. Rannsóknir hafa sýnt að konur sem þjást af langvarandi streitu eru í 50% meiri hættu á að fá brjóstakrabbamein en þær sem ekki þjást af streitu.
   
  Með því að temja okkur heilbrigða lífshætti og lífsviðhorf, aukum við líkurnar til mikilla muna á því að lifa heilbrigðu og góðu lífi alla ævi. Með heilbrigðu líferni spörum við þjóðfélaginu verulegar fjárhæðir sem hægt væri að nota til ýmislegs annars, eins og eflingu menntakerfisins og betri þjónustu við aldraðra
   
  Þessar staðreyndir hljóta að fá okkur til að hugsa um hvað við getum gert í okkar málum. Hugsum við vel um heilsuna eða má margt betur fara? Við berum sjálf ábyrgð á heilsu okkar og því er það súrt að geta sjálfum sér um kennt þegar veikindin banka á dyrnar.
  Breytum því til betri vegar STRAX, bæði fyrir okkur sjálf og afkomendur okkar.
   
  Höf;
  Alma María Rögnvaldsdóttir
  Hjúkrunarfræðingur
  Til baka Senda ß vin

  Senda ß vin

  Loka