Fiskur me­ sellerÝ-salsa

papriku og vorlauk

Fiskur me­ sellerÝ-salsa

6-800 g fiskflök, roðflett og beinlaus, t.d. steinbítur, þorskur eða ýsa
2 msk olía
pipar
salt
2 tómatar
1 paprika, gul eða appelsínugul
2-3 vorlaukar (eða smábiti af blaðlauk)
lófafylli af söxuðu laufselleríi
safi úr ½ sítrónu
chili-pipar á hnífsoddi

 


Hitaðu ofninn í 200°C. Skerðu fiskinn í stykki og penslaðu þau með ögn af olíunni og kryddaðu þau með pipar og salti. Raðaðu þeim á plötu eða í eldfast mót. Saxaðu tómata, papriku, vorlauk og sellerí smátt og blandaðu saman í skál. Blandaðu sítrónusafa, afganginum af olíunni, chili-pipar, pipar og salti saman við og hrúgaðu blöndunni ofan á fiskstykkin. Breiddu álpappír lauslega yfir og bakaðu í miðjum ofni í 8-13 mínútur (eftir þykkt stykkjanna),  þar til fiskurinn er rétt steiktur í gegn.

 

Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir

Senda ß vin

Loka