Pasta me­ sellerÝpestˇi

hunangi og hvÝtlauk

Pasta me­ sellerÝpestˇi

Sellerípestó:
væn lófafylli af söxuðu sellerí
2 hvítlauksgeirar
3 msk grófsaxaðar heslihnetur
safi úr ½ sítrónu
100 ml ólífuolía
1 tsk hunang (eða eftir smekk)
pipar
salt

Pasta:
350 g pasta, t.d. fiðrildi
salt
biti af salami- eða pepperóní-pylsu (má sleppa)


Sjóddu pastað í saltvatni samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Skerðu á meðan pylsuna í litla bita og steiktu þá á þurri pönnu. Helltu pastanu í sigti þegar það er tilbúið og láttu renna af því. Hvolfdu því síðan í skál. Helltu pylsubitunum yfir ásamt þeirri feiti sem hefur bráðnað úr þeim og blandaðu. Austu svo nokkrum skeiðum af sellerípestói yfir, stráðu nýrifnum parmesanosti yfir og berðu pastað fram með meira pestói og parmesan.

Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir

Senda ß vin

Loka