S˙pa me­ byggrjˇnum

gulrˇtum og sellerÝ

S˙pa me­ byggrjˇnum

2,5 l vatn
1½ dl bygggrjón
1 knippi salatselleri frá Ártanga
3 gulrætur
1 laukur
1 tsk grænmetis- eða kjúklingakraftur
pipar
salt
1 rauð paprika
250 g hvítkál


Settu vatn og bygg í pott og hitaðu að suðu. Saxaðu mestallt selleríið en taktu svolítið af laufi frá og geymdu. Skerðu gulræturnar í þunnar sneiðar og laukinn í litla bita. Settu sellerí, gulrætur og lauk í pottinn og kryddaðu með grænmetiskrafti, pipar og salti. Láttu malla vil vægan hita í um 40 mínútur. Fræhreinsaðu paprikuna og skerðu hana smátt. Skerðu hvítkálið í mjóar og stuttar ræmur og settu hvorttveggja út í. Láttu malla í 6-8 mínútur í viðbót. Smakkaðu súpuna og bragðbættu hana eftir þörfum (hún er best ef hún er vel pipruð).

Einnig má sleppa bygginu, þá verður súpan léttari og ekki eins matarmikil.

Höfundur uppskriftar:
Nanna RögnvaldardóttirSenda ß vin

Loka