Gulrˇtas˙pa

brag­mikil og nŠrandi

Gulrˇtas˙pa

Fyrir3-4

Þessi er bragðmikil og nærandi. Ef gulræturnar eru brakandi ferskar, er algjör óþarfi að skræla þær og vatn er nóg. Það má einfaldlega bæta við grænmetiskrafti síðar ef þurfa þykir.

2-3 msk. ólífuolía
2-3 msk. smjör
200 gr. laukur
100 gr. sellerí
50 ml. hvítvínsedik
1 kg. gulrætur
2 msk. sykur (má sleppa)
1-2 tsk. turmerik
2-3 hvítlauksrif
1 - 1 1/2 lítri vatn/grænmetiskraftur
3-4 lárviðarlauf
1 búnt fersk steinselja

Sjávarsalt
Hvítur pipar


Laukur og sellerí skorið fremur smátt og sett í pott ásamt ólífuolíu og ögn af sjávarsalti.
Leyft að glærast um stund. Á meðan eru gulræturnar skornar fremur smátt og þeim síðan bætt í pottinn ásamt smjörinu og sykri og turmeriki.

Leyft að brúnast aðeins í pottinum og taka smá lit áður en smátt söxuðum hvítlauknum er bætt saman við.

Því næst er hvítvínsedikinu hellt í pottinn og leyft að gufa aðeins upp áður en kraftinum er bætt saman við.

Látið malla á meðalhita, þar til grænmetið er fullsoðið.

Þá er steinseljunni bætt saman við, lárviðarlaufin veidd úr og súpan maukuð.

Sett aftur í pottinn, krydduð til og hituð að nýju.

Höfundur uppskriftar
Sigurveig Káradóttir

Senda ß vin

Loka