Gazpacho frß Andal˙sÝu

ˇmˇtsŠ­ilega gˇ­

Gazpacho frß Andal˙sÝu

4 stórir vel þroskaðir tómatar, kjarnhreinsaðir og skornir í grófa bita
1 gúrka skræld og fræhreinsuð og skorin í grófa bita
1 lítill rauður laukur, skorinn í grófa bita
1 paprika rauð eða græn kjarnhreinsuð og skorinn í grófa bita
2 lauf af hvítlauk söxuð
11/2 tsk sjávarsalt
2 brauðsneiðar hvítt eða gróft
1 polli extra virgin olífu olía
2 tsk sherry edik
2 tsk fínnt saxaður graslaukur eða vorlaukur
svartur pipar


Blandið vel saman tómötum, gúrkum, lauk, papriku, hvítlauk og salti saman í skál.
Látið bíða í 30 mínútur við stofuhita. Hellið síðan safanum frá sem hefur safnast saman í botninn og blandið síðan brauðinu saman safan. Setjið grænmetið á bökunarplötu og fyrstið í 30 mínútur.

Takið grænmetið úr frystinum og látið það sitja við stofuhita þar til það er að mestu þiðnað ca. 30 mín. Hellið grænmetinu ásamt safanum sem safnast hefur saman á plötunni yfir safablauta brauðið.

Hrærið öllu saman með töfrasprota eða matvinnsluvél, hellið olífu olíunni og sherríinu varlega saman við. Sigtið súpuna. Kryddið salt og pipar eftir smekk.

Súpan er borðin fram köld.
Bætið gúrku og tómötum, ásamt ristuðum brauðmolum saman við súpuna á disknum einnig er gott að hella örlítilli ólífu olíu og sherrí ediki yfir. Og ekki skemmir að krydda örlítið með svörtum pipar og graslauk

Gazpacho súpu má geyma í lokuðu ílátið í ísskáp í allt að þrjá daga.

Senda ß vin

Loka