Jar­arberjatrifli

me­ mascarpone-rjˇma

Jar­arberjatrifli
250 g mascarpone-ostur
250 ml rjómi
4 msk flórsykur, eða eftir smekk
1 tsk vanillusykur
3 msk jarðarberjasulta
1 pakki fingurkex (ladyfingers) eða makrónukökur
sætt sérrí eða appelsínusafi
250 g íslensk jarðarber


Mascarpone-osturinn tekinn úr kæli og látinn mýkjast. Rjóminn stífþeyttur. Mjúkum ostinum hrært saman við og bragðbætt með flórsykri og vanillusykri eftir smekk. Blöndunni skipt í tvennt og jarðarberjasultu hrært saman við helminginn. Fingurkexið brotið í bita (ekki mulið) og sett á botninn á 6 ábætisglösum. Bleytt í með svolitlu sérríi eða appelsínusafa. Nokkur jarðarber söxuð og dreift yfir. Kúfaðri skeið af jarðarberjakreminu jafnað yfir og síðan er kúfuð skeið af hvíta kreminu sett ofan á. Jarðarberin sem eftir eru skorin í helminga og dreift yfir.
Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir

Senda ß vin

Loka