Blanda­ salat

me­ baunum og ˇlÝfum

Blanda­ salat
4 tómatar, vel þroskaðir
200 g kirsiberjatómatar
1 gúrka
1 dós kjúklingabaunir
12-15 grænar ólífur, steinlausar
1 rauðlaukur
1 poki íslenskt pokasalat
4 msk olía
1 msk epla- eða hvítvínsedik
2-3 msk steinselja, söxuð
nýmalaður pipar
salt

Tómatarnir skornir í helminga, fræin skafin úr þeim með skeið og þeir síðan skornir í geira. Kirsiberjatómatarnir skornir í tvennt. Gúrkan skorin í litla teninga. Vökvanum hellt af kjúklingabaununum, ólífurnar skornar í tvennt eða þrennt og rauðlaukurinn saxaður smátt. Allt sett í skál ásamt Íslandssalatinu og blandað vel. Olía, edik, steinselja, pipar og salt hrist eða hrært vel saman, hellt yfir salatið og blandað. Látið standa smástund áður en það er borið fram.
Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir

Senda ß vin

Loka