Kart÷flusalat

me­ g˙rkum og tˇm÷tum

Kart÷flusalat

1 íslensk gúrka, lítil
4 íslenskir tómatar, vel þroskaðir
500 g forsoðnar kartöflur
1-2 vorlaukar
1 dós sýrður rjómi, 18%
1 tsk dijonsinnep
10-15 basilíkublöð, söxuð
nýmalaður pipar
saltÞetta kartöflu-gúrkusalat er sérlega gott með steiktu og grilluðu kjöti.
 
Gúrkan skorin í teninga, tómatarnir í báta og kartöflurnar í bita, ekki mjög litla. Vorlaukurinn saxaður fremur smátt. Sýrður rjómi, dijonsinnep, söxuð basilíka, pipar og salt hrært saman í skál og síðan er gúrku, tómötum, vorlauku og kartöflum hrært saman við. Látið standa nokkra stund í kæli. Borið fram t.d. með lambakjöti eða öðru steiktu kjöti.

Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir

Senda ß vin

Loka