Plˇmutˇmatar

Ý kryddolÝu

Plˇmutˇmatar

6-8 plómutómatar, þroskaðir
10-12 mintulauf eða basilíkublöð
nokkur piparkorn
salt
300 ml ólífuolía
4-5 hvítlauksgeirarTómatarnir skornir í fjórðunga eftir endilöngu. Nokkrir tómatbátar settir í krukku, 2-3 mintulauf, 2-3 piparkorn  og svolítið salt, síðan meiri tómatar og þannig koll af kolli þar til tómatarnir eru uppurnir. Þrýst létt ofan á til að þjappa tómötunum ögn. Olía og hvítlaukur sett í pott, hitað og látið krauma í nokkrar mínútur en þess gætt að hvítlaukurinn brenni ekki. Sjóðheitri olíunni og hvítlauknum er svo hellt yfir tómatana. Látið kólna alveg og síðan geymt í kæli í a.m.k. sólarhring. Þá má nota tómatana sem meðlæti með ýmsum mat, út á pasta, í salöt og margt annað. Þeir geymast í nokkra daga og svo má nota olíuna, t.d. í salatsósur og til að bragðbæta ýmsa rétti.PlomutomatarPlomutomatar

Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir

Senda ß vin

Loka