Austurlenskur rÚttur

me­ g˙rkum og papriku

Austurlenskur rÚttur

1 íslensk gúrka
salt
15 cm bútur af blaðlauk (hvíti hlutinn)
1 íslensk paprika
1/2 chilialdin, eða eftir smekk
3 msk olía
1 lítil dós ananas í bitum
2 msk ostrusósa
1 msk sojasósa
1-2 msk salthnetur (má sleppa)Hérlendis er lítið gert af því að nota gúrkur í heita rétti en sumstaðar í Austurlöndum er það algengt. Þessi réttur er súrsætur og ljúffengur.
 
Gúrkan skorin í bita, gjarna fremur óreglulega, þeir settir í sigti og dálitlu salti stráð yfir. Látnir standa nokkra stund en síðan eru bitarnir skolaðir og þerraðir á eldhúspappír. Blaðlaukurinn skorinn í ræmur, paprikan fræhreinsuð og skorin í bita og chilialdinið saxað smátt. Olían hituð á pönnu og blaðlaukurinn steiktur við meðalhita í nokkrar mínútur. Gúrkum, papriku og chili bætt á pönnuna, steikt áfram í nokkrar mínútur og hrært oft á meðan. Ananasinn er svo settur á pönnuna ásamt safanum úr dósinni, ostrusósu, sojasósu og salthnetum, og látið malla þar til ananasinn er heitur í gegn. Smakkað til og borið fram heitt, t.d. með hrísgrjónum eða núðlum.

Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir

Senda ß vin

Loka