GrŠnmeti Ý wok

alltaf gaman a­ elda

GrŠnmeti Ý wok

2 msk olía
2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
2-3 cm bútur af engifer, saxaður smátt
2-3 vorlaukar, saxaðir smátt
250 g hvítkál, skorið í mjóar ræmur
2 paprikur, fræhreinsaðar og skornar í litla bita
350 g sveppir, skornir í sneiðar
½ gúrka, skorin í litla stauta eða bita
3 msk ostrusósa
3 msk sojasósa
2 tsk sykur
svolítið vatn
saxaður kóríander eða steinseljaOlían hituð vel í wok eða á stórri pönnu og hvítlaukur, engifer og vorlaukur snöggsteiktur við háan hita. Hinu grænmetinu bætt á pönnuna smátt og smátt, steikt við góðan hita og hrært stöðugt í á meðan. Þegar grænmetið er farið að mýkjast ögn er ostrusósu og sojasósu bætt á pönnuna og síðan sykri og svolitlu vatni. Látið sjóða áfram þar til grænmetið er rétt meyrt. Smakkað og bragðbætt eftir smekk. Kóríander eða steinselju stráð yfir og borið fram.

Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir

Senda ß vin

Loka