Kj˙klingur me­ kÝnakßli

og sveppum

Kj˙klingur me­ kÝnakßli

/2 kínakálshöfuð, meðalstórt
3 msk olía
2 cm bútur af engifer, saxaður smátt
2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
2 kjúklingabringur, skornar í þunnar sneiðar
250 g sveppir, Flúða sveppir líka gott að nota Kastaníusveppi
1/2 chilialdin, skorið í örþunnar sneiðar
3 msk saxaður graslaukur eða vorlaukur
1 msk sojasósa, eða eftir smekkKálið skorið í mjóar ræmur. Olían hituð í wok eða á pönnu og þegar hún er vel heit er engifer og hvítlaukur sett á pönnuna og steikt í fáeinar sekúndur en síðan tekið upp með gataspaða og geymt. Kjúklingurinn settur á pönnuna og steiktur við háan hita í 1-2 mínútur. Sveppum og chili bætt á pönnuna, steikt áfram í 2-3 mínútur og hrært oft á meðan. Káli, graslauk og sojasósu bætt á pönnuna, steikt í 2-3 mínútur, bragðbætt með sojasósu eftir smekk og síðan borið fram strax, t.d. með soðnum hrísgrjónum eða núðlum.

Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir

Senda ß vin

Loka