LitrÝkir kßlb÷glar

ßsamt papriku og steinselju

LitrÝkir kßlb÷glar

nokkur stór Romain sallat eða hvítkál
1 stór rauð paprika
1 stór gul paprika
3-4 msk söxuð steinselja
600 g kjötfars
100 ml vatnOfninn hitaður í 180°C. Stöngullinn skorinn úr hverju blaði um sig og það síðan skorið í tvennt eftir endilöngu. Paprikurnar fræhreinsaðar og skornar í litla bita og steinseljan söxuð. Kjötfars, paprika og steinselja sett í skál og blandað vel. Kúfuð matskeið af blöndunni sett á endann á hverju blaði og því vafið utan um fyllinguna. Vefjunum er síðan raðað í eldfast fat, vatni hellt yfir og síðan er lok lagt yfir eða álpappír breiddur vel yfir bögglana. Sett í ofninn og bakað í 25-30 mínútur. Tilvalið er að bera fram steikt blaðkál með þessum rétti og nýta þannig bæði blöð og stöngla.

Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir

Senda ß vin

Loka