Spergilkßlspasta

me­ reyktum laxi

Spergilkßlspasta

400 g íslenskt spergilkál
salt
350 g pasta, t.d. skeljar
75-100 g reyktur lax
2 egg
3 msk rjómi, matreiðslurjómi eða mjólk
nýmalaður piparSpergilkálið snyrt, skipt í kvisti og soðið í saltvatni í 3-4 mínútur. Pastað soðið í saltvatni þar til það er rétt tæplega meyrt, eða samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Laxinn skorinn í þunnar sneiðar og þær síðan í bita. Egg, rjómi, pipar og salt þeytt saman í stórri skál. Þegar pastað er soðið er látið renna af því í sigti og síðan er sjóðheitu pastanu hvolft beint í skálina, heitt spergilkálið sett út í líka, og blandað vel. Að lokum er laxinum blandað saman við.

Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir

Senda ß vin

Loka