Steiktar g˙rkur

me­ beikoni

Steiktar g˙rkur

2 íslenskar gúrkur
salt
150-200 g beikon, fremur magurt
1 laukur
2 msk olía
300 g forsoðnar kartöflur
2 msk sojasósa
1 msk worchestersósa
nýmalaður pipar
e.t.v. salt
söxuð steinseljaGúrkur og beikon kunna að þykja sérkennileg blanda en í þessum rétti fer það vel saman. Ekki má elda gúrkurnar of lengi en þær eiga þó að mýkjast og hitna í gegn.
 
Gúrkurnar afhýddar (best að nota flysjunarjárn), skornar í tvennt eftir endilöngu og fræin skafin úr þeim með teskeið. Síðan eru þær skornar í u.þ.b. 1 cm breiðar, hálfmánalaga sneiðar. Settar í sigti, salti stráð yfir og látnar standa í a.m.k. hálftíma. Þá eru þær skolaðar undir köldu vatni og síðan þerraðar vel á viskastykki eða eldhúspappír. Beikonið skorið í bita og laukurinn saxaður. Olían hituð á stórri pönnu og beikon og laukur steikt við góðan hita þar til beikonið er byrjað að verða stökkt. Þá er gúrkunum bætt á pönnuna og þær steiktar í nokkrar mínútur. Hrært oft á meðan. Kartöflurnar skornar í bita og settar á pönnuna, ásamt soja- og worchestersósu. Látið malla þar til kartöflurnar eru heitar í gegn. Smakkað til með pipar og e.t.v. salti og steinselju stráð yfir. Borið fram með með brauði eða hrísgrjónum.

Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir

Senda ß vin

Loka