Tˇmatpastasˇsa

bara gˇ­...

Tˇmatpastasˇsa

1,5 kg vel þroskaðir íslenskir tómatar
1 laukur
2-3 hvítlauksgeirar
2 msk ólífuolía
2 msk vínedik
1 msk púðursykur
2 msk tómatþykkni (paste)
1 lárviðarlauf
nýmalaður pipar
salt
2 msk fersk basilíkublöð
2 msk ferskt óreganó, saxað, eða 1 tsk þurrkað



Tómatarnir saxaðir smátt (eða settir í matvinnsluvél). Laukurinn saxaður smátt og hvítlaukurinn pressaður. Olían hituð í potti og laukur og hvítlaukur látinn krauma við meðalhita í nokkrar mínútur án þess að brúnast. Tómötunum er svo bætt í pottinn og síðan er ediki, púðursykri, tómatþykkni, lárviðarlaufi, pipar og salti hrært saman við. Hitað að suðu og látið malla í um 15 mínútur. Þá er kryddjurtunum hrært saman við og látið malla í um 10 mínútur í viðbót. Smakkað til með pipar og salti.

Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir

Senda ß vin

Loka