Ofnbaka­ grŠnmeti

mmm... bara gott !

Ofnbaka­ grŠnmeti

500 g kartöflur
500 g rófur
300 g gulrætur
300 g hnúðkál (má sleppa)
2 rauðlaukar
5 msk olía
safi úr ½ sítrónu
3-4 hvítlauksgeirar, saxaðir
nálar af 1-2 rósmaríngreinum, saxaðar (má sleppa)
3-4 msk steinselja, söxuðOfninn hitaður í 200°C. Kartöflurnar skornar í fjórðunga eða báta (ef þær eru stórar). Gulrófurnar flysjaðar og e.t.v. skornar í stóra bita. Rófurnar og hnúðkálið flysjað og skorið í bita. Laukurinn afhýddur og skorinn í fjórðunga. Olíu, sítrónusafa, hvítlauk, rósmaríni og steinselju blandað saman í eldföstu fati eða ofnskúffu. Grænmetið sett út í og velt upp úr olíunni. Bakað í 30-40 mínútur, eða þar til allt grænmetið er meyrt í gegn og hefur tekið lit. Hrært einu sinni eða tvisvar. Borið fram t.d. með steiktu kjöti eða kjúklingi.

Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir

Senda ß vin

Loka