G˙rkur

Cucumbers

G˙rkur

Gúrkuplantan, Cucumis sativus, er einær jurt úr graskersættinni (Cucurbitaceae). Af gúrkum eru einkum tvö afbrigði í ræktun, annars vegar hefðbundnar gúrkur og hins vegar þrúgugúrkur. Ræktun hefðbundinna gúrkna hér á landi hefst upp úr 1925 og eru nú ræktaðar gúrkur árið um kring.

Þegar ræktað er árið um kring með lýsingu (220 W/m2) er plantað út allt að 5 sinnum á ári, en í hefðbundinni ræktun er plantað 2 sinnum, í febrúar og í maí – júní.

Algengustu afbrigði í ræktun hér eru Ventura, Rapides og Cumuli.

Gúrkur eru ræktaðar í vikri, steinull eða torfi/jarðvegi og best er að fræjunum sé sáð í sama efni og ræktunin fer fram í. Sáningin fer fram við hátt hitastig (25°C ) og spírunin gengur hratt fyrir sig eða ca 2 sólarhringar. Plönturnar eru síðan hafðar í uppeldi með fullri lýsingu í allt að 3 vikur en þá er þeim plantað út í gróðurhús.

Um 3 vikum eftir að plantað er út hefst uppskeran og stendur hún samfellt í 11 vikur.
Uppskera þarf einu sinni á dag til að aldinin séu sem jöfnust að stærð. Að lokinni uppskeru eru aldinin flokkuð og þeim pakkað og send á markað.
Lesa meira

Geymsla

Góðar og heilbrigðar gúrkur geymast í rúma viku án þess að dragi úr gæðum ef aðstæður í geymslunni eru réttar, en fljótt getur dregið úr geymsluþoli ef svo er ekki.

Besti geymsluhiti fyrir gúrkur er 12°C. Þeim er mjög hætt við kæliskemmdum ef hitinn fer undir 10°C en hafi þær verið geymdar við lægri hita er réttast að halda honum eins út geymslutímann, því gúrkur spillast fljótt við stofuhita eftir slíka meðhöndlun. Best er því að geyma gúrkur heima á svölum stað, t.d. á þeim stað í ísskápnum þar sem kuldinn er minnstur.
 
Best er að pakka gúrkunni vel inn í plast, loka vel fyrir sárið eftir að búið er að skera af henni til að koma í veg fyrir að hún þorni upp, og geyma hana í ísskápnum.

Notkun

Gúrkur má nota í flestar gerðir af salati, sem álegg ofan á brauð og til að skreyta kalda og heita rétti. Þær má skera í teninga og blanda saman við rækjusalat, kjúklingasalat, ítalskt salat og fleira. Mörgu smáfólkinu finnst líka gott að fá gúrkur sem hollt snarl milli mála. Einnig eru gúrkur góðar með pastaréttum; skerið þær í þunnar sneiðar, stráið salti yfir sem skolað er af og hellið ítalskri salatsósu yfir. Notið gúrkur í fiskrétti og ýmsa heita grænmetisrétti.

Má frysta gúrkur ?

Já, hægt er að frysta gúrku, en hún verður mjúk og vatnssósa. Því er best að skera hana í þunnar sneiðar og frysta (án þess að hita þær áður). Hins vegar er langbest að borða gúrkuna ferska.

Hvaða hluta er hægt að borða ?

Af gúrkunni má borða allt. Umfram allt á að borða hýðið, í því er næringargildi gúrkunnar einkum fólgið.

 

Næringartafla

Ætur hluti 95 %
Innihald í 100 g
Vatn 96 g
Orkurík efnasambönd
Prótein 0.8 g
Trefjar 0.4 g
Kolvetni 2.7 g
Fita 0.1 g
kj 63
kcal 15
Steinefni
Járn 0.4 mg
Kalk15 mg
Vítamín
A Ret. ein 36 µg
B1 0.02 mg
B2 0.02 mg
Niacin 0.2 mg
C (askorbínsýra) 8mg

Gúrkur innihalda aðeins eru 12 hitaeiningar í 100 g. Þær eru að 96 hundraðshlutum vatn þannig að þurrefni er aðeins um 4%, því er í raun meira þurrefni í einni gosflösku en einni gúrku. Næringargildið er lágt, en í gúrkum eru A-, B- og C-vítamín auk nokkurs af kalki og járni.

Senda ß vin

Loka