Heiðmerkursalat er mjög bragðgott blaðsalat (Batavia) af tegundinni Afficion. Salatið er ræktað í rennum, fær það rennandi næringarlausn og vaxtarlýsingu á veturna. Það er mjög fljótvaxið, tekur aðeins um 6 vikur frá sáningu að uppskeru, í 16 – 18 °c ræktunarhita í mold.
Kjörhitastig eftir uppskeru salatsins er 2 – 4 °c og gott er að geyma það upprétt í ísskáp, halda moldinni rakri og klippa af plöntunni það magn sem þarf hverju sinni. Með þessu móti á salatið að endast mun lengur en ella.
Heiðmerkursalatið geymist mjög vel, að minnsta kosti 15 daga í kæli.
Heiðmerkursalatið hentar sem meðlæti með nánast öllum mat. Mjög gott er að bæta öðru grænmeti eða ávöxtum saman við og búa þannig til gómsæta máltið. það hentar líka mjög vel í alla grænmetisþeytinga.
Ætur hluti 98%
|
|
Innihald í 100 g |
|
Vatn 93,5 g
|
|
Orkurík efnasambönd |
|
Prótein 1,3 g
|
Trefjar 2,2 g
|
Kolvetni 2.1 g
|
Fita 0.4 g
|
kj 90
|
kcal 21
|
Steinefni |
|
Járn 0.65 mg
|
Kalk53 mg
|
Vítamín |
|
A Ret. ein 74,16 µg
|
B1 0.080 mg
|
B2 0.100 mg
|
Niacin 0.5 mg
|
C (askorbínsýra) 4,4mg
|