Plˇmutˇmatar GrŠnmetisdagatal - Plˇmutˇmatar

Plumtomatoes

Plˇmutˇmatar

Ræktun plómutómata er svipuð og ræktun tómata, ræktað er m.a. afbrigði sem heitir Conqueror sem er mun blaðmeiri og með meiri sprotavöxt en hefðbundin tómataplanta, og er því vinnufrekari.
 
Ræktunarkröfur eru svipaðar, klasarnir oft klofnir. Tómatarnir eru plómulaga og eru kjötmeiri en venjulegir tómatar, meðalþyngd aldina er um 90 g. Uppskera á hvern fermetra í plómutómötum er minni en í hefðbundnum tómötum.
 
Heilsársræktun á plómutómötum hófst veturinn 2005 og eru þeir nú fáanlegir allt árið um kring.

Geymsla

Tómatar eru ákaflega viðkvæmir fyrir kæliskemmdum og þá má ekki geyma í kæli. Besti geymsluhiti tómata er 10-12°C. Tómatar sem verða fyrir kæliskemmdum verða fljótt linir og bragðlitlir, því er ekki gott að geyma þá í ísskápnum. Ekki er gott að láta tómata liggja nálægt blaðmeti (salati), gúrkum og öðrum afurðum. Mjög gott er að geyma tómata oft á eldhúsborðinu því þá getur heimilisfólkið nartað í einn og einn tómat. Krakkar borða grænmeti líka miklu frekar ef það er haft fyrir framan þau.

Notkun

Plómutómatar eri kjötmeiri og en aðrir tómatar og henta því mjög vel í salöt. Flestir vita hvernig nota á tómata, þá má nota á svo margvíslegan hátt að hér er vart rými nema til að minnast á það allra helsta. Þeir henta vel í hrásalat, ofan á brauð og í súpur og sósur. Þeir eru mjög góðir hráir en einnig má sjóða þá og steikja eða baka þá með fyllingu.  Auðvelt er að afhýða þá þegar búið er að dýfa þeim í sjóðandi vatn í 20-30 sekúndur. Hægt er að sjóða niður græna tómata.
 

Má frysta tómata?

Já, en hafa verður í huga að eftir frystingu er einungis gott að nota þá í soðna rétti á sama hátt og niðursoðna tómata.

Hvaða hluta er hægt að borða ?

Allur tómaturinn er ætur nema bikarblöðin sem er ávallt búið að taka af íslenskum tómötum áður en þeir koma í verslanir.

 

Næringartafla

Ætur hluti 100 %
Innihald í 100 g
Vatn 94 g
Orkurík efnasambönd
Prótein 0.9 g
Trefjar 1.5 g
Kolvetni 4.3 g
Fita 0.2 g
kj 97
kcal 23
Steinefni
Járn 0.6 mg
Kalk 15 mg
Vítamín
A Ret. ein 100 µg
B1 0.04 mg
Niacin 0.7 mg
Niacin 0.2 mg
C (askorbínsýra) 20

Tómatar eru vítamínríkir, einkum er mikið af A- og C-vítamíni í þeim, en auk þess eru þeir ríkir af steinefnum og ávaxtasýru.

Senda ß vin

Loka