Rˇfur GrŠnmetisdagatal - Rˇfur

Swedes

Rˇfur
Rófa er upprunnin í N-Evrópu og er hennar fyrst getið með vissu í ræktun á Íslandi í upphafi 19. aldar. Hún var meðal þeirra matjurta sem fyrstar náðu útbreiðslu meðal landsmanna.
Rófa er C-vítamínauðug og hefur verið kölluð appelsína norðursins.
Áætluð meðalneysla á íbúa er 2,4 kg á ári. Til megin framleiðslunnar er sáð að vori (apríl / maí) en einnig eru þær forræktaðar í gróðurhúsum og plantað út í byrjun sumars.
Til eru íslenskir stofnar af rófum og eru þekktastir Kálfafellsrófa og Ragnarsrófa. Einnig hefur verið ræktaður stofn sem nefnist Sandvíkurrófa. Algengasta afbrigði í ræktun er Vige sem er norskt afbrigði og Sandvíkurrófa sem er stofn af Kálfafellsrófu.

Geymsla

Rófur þarf að geyma í kæli. Besti geymsluhiti er 0-2°C. Rófum er hætt við að tapa vökva, því er best að sveipa þær plastfilmu eða geyma þær í poka.

Notkun

Rófur má nýta á ýmsan hátt, bæði hráa og soðna. Hún er skorin í sneiðar eða teninga til að nota í súpur eða pottétti. Einnig er hún tilvalin til að rétta krökkum að narta í. Soðnar gulrófur eru bornar fram í sneiðum eða teningum sem meðlæti eða hafðar í rófustöppu með saltkjöti, saltfiski og sviðum, svo eitthvað sé nefnt. Þær eru líka góðar með lambasteik eða „roast beef“ – þykkar sneiðar eru penslaðar með feiti og látnar í fatið síðasta klukkutímann í steikingunni.
Hægt er að fríska upp á sneiðar af linum rófum með því að leggja þær í ísvatn í 30 mínútur. Eitthvað af vítamínum tapast þó við þetta.

Má frysta rófur ?

Rófur eru fáanlegar allt árið, þannig að ekki verður séð að þörf sé á að frysta þær. Auk þess henta rófur ekki til frystingar eins og þær koma fyrir, en hægt er að frysta þær sem stöppu eða í teningum. Þó er nokkuð víst að árangurinn verður ekkert sérstakur, því þær verða vatnskenndar og bragðvondar eftir frystingu í samanburði við ferskar rófur.

Hvaða hluta er hægt að borða ?

Allt nema hýðið.

 

Næringartafla

Ætur hluti 85 %
Innihald í 100 g
Vatn 89 g
Orkurík efnasambönd
Prótein 1.2 g
Trefjar 2.7 g
Kolvetni 9.0 g
Fita 0.1 g
kj 176
kcal 42
Steinefni
Járn 0.5 mg
Kalk 65 mg
Vítamín
A Ret. ein 72 µg
B1 0.05 mg
B2 0.04 mg
Niacin 1.8 mg
C (askorbínsýra) 40 mg

Rófa er mikilvæg matjurt sem er rík af vítamínum og steinefnum
. Hún er stundum nefnd „appelsína norðursins“ vegna hins háa C-vítamínsinnihalds. Auk þess inniheldur hún mikið A-vítamín í formi karótens. Hún er trefjarík en snauð af hitaeinungum og góð til að hafa milli mála. Sérstaklega holl og góð fyrir smáfólkið sem nasl.

Senda ß vin

Loka