Smágúrkur eru afbrigði af gúrkum sem hafa það sérkenni að aldinin verða sérlega smá þegar fullum þroska er náð.
Gúrkurnar eru týndar af plöntunni þegar ákveðinni stærð er náð til að halda sem bestum bragðgæðum.
Smágúrkur eru ræktaðar allt árið á Íslandi og þykja einstaklega góðar og bragðmiklar. Smágúrkur eru tilvaldar í nestiboxið eða sem hollur biti fyrir börn og fullorðna. Á Laugalandi í Borgarfirði hefur verið ræktað grænmeti allt frá árinu 1942.
Fáðu þér smá gúrku
Góðar og heilbrigðar gúrkur geymast í rúma viku án þess að dragi úr gæðum ef aðstæður í geymslunni eru réttar, en fljótt getur dregið úr geymsluþoli ef svo er ekki.
Gúrkur má nota í flestar gerðir af salati, sem álegg ofan á brauð og til að skreyta kalda og heita rétti. Þær má skera í teninga og blanda saman við rækjusalat, kjúklingasalat, ítalskt salat og fleira. Mörgu smáfólkinu finnst líka gott að fá gúrkur sem hollt snarl milli mála. Einnig eru gúrkur góðar með pastaréttum; skerið þær í þunnar sneiðar, stráið salti yfir sem skolað er af og hellið ítalskri salatsósu yfir. Notið gúrkur í fiskrétti og ýmsa heita grænmetisrétti.
Já, hægt er að frysta gúrku, en hún verður mjúk og vatnssósa. Því er best að skera hana í þunnar sneiðar og frysta (án þess að hita þær áður). Hins vegar er langbest að borða gúrkuna ferska.
Af gúrkunni má borða allt. Umfram allt á að borða hýðið, í því er næringargildi gúrkunnar einkum fólgið.
Ætur hluti 95 % | |
Innihald í 100 g |
|
Vatn 96 g | |
Orkurík efnasambönd |
|
Prótein 0.8 g | Trefjar 0.4 g |
Kolvetni 2.7 g | Fita 0.1 g |
kj 63 | kcal 15 |
Steinefni |
|
Járn 0.4 mg | Kalk15 mg |
Vítamín |
|
A Ret. ein 36 µg | B1 0.02 mg |
B2 0.02 mg | Niacin 0.2 mg |
C (askorbínsýra) 8mg |
Gúrkur eru „grennandi“, en aðeins eru 12 hitaeiningar í 100 g. Þær eru að 96 hundraðshlutum vatn þannig að þurrefni er aðeins um 4%, því er í raun meira þurrefni í einni gosflösku en einni gúrku. Næringargildið er lágt, en í gúrkum eru A-, B- og C-vítamín auk nokkurs af kalki og járni.