Salat ■renna

Lettuce Mix

Salat ■renna

Garðyrkjustöðin Heiðmörk ehf. leitast við að bjóða upp á plastlausar umbúðir, en á sama tíma halda í nauðsynlegan rekjanleika vörunnar og taka þátt í minnkun matarsóunar með minni matarskömmtum sem ættu þó að duga fjölskyldunni. Þetta gerir fyrirtækið með því að bjóða viðskiptavinum upp á salatþrennu í jarðgeranlegum PLA umbúðum.

Salatblöðin eru rifin niður eins heilleg og hægt er hverju sinni og þeim er pakkað strax í umbúðir. Blöðin eru handvalin í öskjurnar og góður hugur fylgir hverri öskju.  

PLA öskjurnar innihalda rautt Eikarlauf, Lollo Rosso og Batavía salat og stundum Salanova. Salatið er ríkt af vítamínum, C – vítamíni, Fólasíni sem er B – vítamín og beta- karótíni sem breytist í A- vítamín í líkamanum. Stór hluti þurrefnis í salati er trefjaefni og þá má einnig nefna að í salati eru kalíum og járn. Salat þykir orðinn ómissandi partur af góðri og hollri máltíð.

Geymsla

Salatþrennan geymist  mjög vel, að minnsta kosti 15 daga í kæli.

Notkun

Salatþrennan hentar sem meðlæti með nánast öllum mat. Mjög gott er að bæta öðru grænmeti eða ávöxtum saman við og búa þannig til gómsæta máltið. það hentar líka mjög  vel í alla grænmetisþeytinga.

Næringartafla

Ætur hluti 100%
Innihald í 100 g
Vatn 93,5 g
Orkurík efnasambönd
Prótein 1,3 g Trefjar 1,0 g
Kolvetni 2.3 g Fita 0.2 g
kj 75 kcal 18
Steinefni
Járn 0.65 mg Kalk53 mg
Vítamín
A Ret. ein 74,16 µg B1 0.080 mg
B2 0.100 mg Niacin 0.5 mg
C (askorbínsýra) 4,4mg

Senda ß vin

Loka