Blaðkál, einnig nefnt salatkál eða kínverskt selleríkál hefur um aldir verið vinsæl matplanta í Kína og Suð-austur Asíu, en nýtur sívaxandi vinsælda á vestrænum slóðum.
Pok choi þýðir beinlínis hvítt grænmeti á kantónsku en algengara er að kálið sé kallað bok choi (amerísk enska) eða pak choi (bresk enska). Latneska heitið er Brassica rapa.
Blaðkál / Pak choi er skylt vestrænu káli og næpu en það myndar ekki höfuð heldur vaxa blöðin í knippum. Blöðin eru dökkgræn með ljósgrænum stilkum sem minna í útliti á sellerí.
Öll plantan er æt og er borðuð fersk, bökuð, steikt eða soðin. Kálið er stökkt og safaríkt þegar það er ferskt en mýkist hratt við steikingu eða suðu.
Sjá hér uppskrift af steiktu blaðkáli
Ætur hluti 100 % | |
Innihald í 100 g |
|
Vatn 95 g | |
Orkurík efnasambönd |
|
Prótein 1.5 g | Trefjar 1,0 mg |
Kolvetni 2.18 g | Fita 0.2 g |
kj 90 | kcal 13 |
Steinefni |
|
Járn 0.3 mg | Kalk 100 mg |
Vítamín |
|
A Ret. ein 630 µg | B1 0.04 mg |
B2 0.07 mg | Niacin 0.5 mg |
C (askorbínsýra) 68.4 mg |
Blaðkál er ríkt af A-, C-, og K-vítamíni og einnig ágæt uppspretta fólínsýru, B6 og kalks.