Laugaland

Erla, Þórhallur og Hjalti

Á Laugalandi í Borgarfirði hefur sama fjölskyldan stundað garðyrkju frá árinu 1942. Þá var hlutafélagið Laugaland hf stofnað utan um ræktunina og í dag eru hjónin Þórhallur Bjarnason og Erla Gunnlaugsdóttir eigendur, ásamt syni þeirra Hjalta Þórhallsyni. Þórhallur og Erla komu fyrst inn í reksturinn árið 1986 þegar þau keyptu hlut afa Þórhalls. Árið 2001 tóku þau svo alveg við þegar þau keyptu af foreldrum Þórhalls, Bjarna Helgasyni og Leu Þórhallsdóttur. Árið 2017 bættist svo fjórði ættliðurinn í eigendahópinn með komu Hjalta inn í ræktunina.

Þórhallur, Erla og Hjalti rækta gúrkur og þekja gróðurhúsin á Laugalandi um 4000 fermetra og voru nýjustu gróðurhúsin tekin í notkun í ársbyrjun 2021. Jarðhiti er á svæðinu og vatn frá hver er notað til að hita upp gróðurhúsin sem öll eru raflýst. Gúrkur eru ræktaðar á Laugalandi árið um kring og er ársframleiðslan um það bil 500 tonn og skapast 8 til 10 ársstörf í kringum ræktunina.

Lífrænum vörnum er beitt á gúrkurnar. Þær eru tíndar á hverjum degi, pakkað og komið beint til neytenda svo ferskleikinn er tryggður.

 

Staðsetning: Borgarfjörður
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur